Síðasta rútuferðin og nú bara 6 tímar

Já síðasta rútuferðin var milli Rio og Sao Paulo.  Við lögðum af stað með rútu 22.20 og vorum komin til Sao Paulo rétt yfir 4 að nóttu.  Við vorum búin að lofa stelpunum að kaupa skólatöskur og skó og eitthvað meira skóladót og vorum búin að sjá það fyrir að verslunarferðin stæði yfir þennan  sama morgun.  Okkur fannst því ótækt að kaupa gistingu fyrir 3 tíma.  Við sváfum því á rútustöðinni!!  Stelpurnar sváfu eins og englar allan tímann en við foreldrarnir heldur minna.
Fengum okkur svo koffein í morgunmat í formi diet coke og hresstumst við.  Yndislegt veður og gaman í bænum, keyptum skólatöskur, strigaskó og skóladót.  Við fengum okkur aðeins betri morgunverð á einni búllunni.   Orkudrykki og samlokur og namm ávaxtadrykkirnir hér eru algjört æði. 
Við komum okkur upp á rútustöð, náðum í farangurinn, tókum lestina áleiðis og svo strætó út á völl.  Þegar þangað var komið settumst við stelpurnar út í góða veðrið á meðan Sigfús fór með hótelbíl á hótelið okkar frá 1 nóttinni og náði í vetrarfötin okkar.  Úlpur, húfur, vettlinga og hlífðarbuxur sem kom sér vel í kuldanum í London. 
Vélin var aðeins á eftir áætlun.  Skyndilega spurði Birta Rut hvort að það væri verið að þvo flugvélina!!!   Hmmmm það var eins og sprautað væri á hana með slöngu og vélin hristis til.  Neee okkur fannst það heldur skrítið og það var líka langsótt að verið væri að afísa vél á þessum slóðum.  Okkur datt ekki í hug að þetta gæti virkilega verið rigning.  En viti menn skyndilega öllum að óvörum skall á slagveður, hellidemba, rok og þrumur.  Við höfum áreiðanlega setið úti í vél í 45 mín. því hún mátti ekki taka á loft. 
Við kvöddum Brasilíu þakklát eftir góðar vikur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband