27.1.2007 | 00:30
háspenna. . .
Við gleymdum að segja ykkur frá risa fiðrildinu sem við sáum. Síðasta kvöldið okkar í Salvador kom skuggi yfir borðið okkar þar sem við sátum og borðuðum og litum við upp. Þegar betur var að gáð reynust þetta vera 2 fiðrildi og heldur betur vorum við heppin. Þetta var stæðsta fiðrildið sem er til í Brasilíu. Það var eins og lítill fugl að stærð.
Eins og við sögðum ykkur 3.jan þá komumst við við illan leik í gegnum immigration í Sao Paulo. Þannig var að vegabréf Hönnu Bjarkar var útrunnið HAAAAAAAAAA. . .. . . hvernig getur slíkt gerst hjá reyndum ferðalöngum?
Já mikið rétt vegabréfið hennar rann út í ágúst. Ég leit á vegabréfsáritun hennar til USA sem gildir til 2008. Vá þetta var ekkert smá sjokk. Til að gera langa sögu stutta þá vorum við kyrrsett á vellinum í 7 tíma og þeir vildu ekki leyfa okkur að hringja í sendiráðið til að byrja með og vildu bara senda okkur til baka með vélinni um kvöldið.
Stelpurnar okkar eru alveg ótrúlegar, þær bara sátu og fylgdust með og voru svo að leika sér inn á milli og kvörtuðu ekkert fyrr en alveg í lokin.
Við fengum loksins að hringja og . . . já ég ætlaði að gera langa sögu stutta þá komu 2 menn sem vinna fyrir íslenska sendiráðið þar í borg og beiluðu okkur út og Hanna Björk fékk framlengingu á passanum til 30. jan.
Þetta tók verulega á. En já háspennan eins og segir í fyrirsögninni. Við vorum pínu stressuð í London að við þyrfum að standa í stappi þar til að komast inn í landið en þeir bara renndu pössunum öllum í gegn og tóku ekki eftir neinu.
Í London var kalt en fallegt. Mikið gengið, keypt hrein föt og farið í bíó og síðast en ekki síst þá fórum við á besta veitingastaðinn í bænum. Það er tailenskur staður sem heitir Busaba og er á Wardour street í London, lárið hann ekki fram hjá ykkur fara. Við erum með adressuna ef ykkur vantar hana.
Við vorum ekki komin með næturgistingu en vorum ekki að hafa neinar áhyggjur af því. Náðum í farangurinn okkar á Victoria station og fundum hotel information á stöðinni og þar bókuðum við okkur á hótel úti á Gatwick. Við vorum þreytt þegar við lögðumst til svefns þetta kvöld og ekki fyrr en rétt eftir miðnætti.
Við flugum svo með British Airways kl. 09 morguninn eftir og renndum í Fagragarð rétt rúmlega 13.30 í dag. Við erum sem sagt komin heim.
Ég á samt eftir að skrifa lokaorð og ætla að skella inn fleiri myndum sem hefur verið erfitt á flestum kaffihúsum því vélarnar voru svo seinvirkar að tíminn var búinn þegar myndin var enn að hlaðast inn.
Good night, beautipark fjölskyldan
Athugasemdir
Halló elsku fjsk.
"Komin heim !!!!"
svakalega hefur þessi tími verið fljótur að líða. Og þið sannarlega reynslunni ríkari. En alltaf gaman að komast í létt ævintýr.
Velkomin heim ! hlakka til að heyra nánar um flakkið.
Héðan er allt gott - ástarkveðja
Anna frænka
Anna Sig, 27.1.2007 kl. 13:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.