Beautipark fjölskyldan kveður sér hljóðs

Tilefni þessarar ferðar er lífið sjálft. 

 Við eignuðumst góða vini Marciu og Mauro þegar við bjuggum úti í Berkeley fyrir 3 árum og sögðum þegar við kvöddumst að einn góðan veðurdag myndum við reyna að koma í heimsókn. 

 Við erum sífellt að reka okkur á það í lífinu að ekkert er sjálfsagt.  Fólk deyr fyrirvaralaust eða missir heilsuna.  Kannski er það okkur ofarlega í huga þar sem starf Sigfúsar kemur óneitanlega mikið inn á það svið.  Við höfðum tækifæri, áttum uppsafnað frí og erum heilbrigð og hví ekki.  Þess vegna erum við á leið úr landi á morgun.  Lifum í núinu.  Okkur langar líka til að víkka sjóndeildarhring dætra okkar.

Flott byrjun finnst ykkur ekki!!

Farangurinn kominn í bakpokana, flestir lausir endar að verða fastir og við til í slaginn.  4 spennandi vikur framundan í suður Brasilíu og hver veit kannski droppum við aðeins inn í Argentinu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband