27.1.2007 | 00:30
háspenna. . .
Við gleymdum að segja ykkur frá risa fiðrildinu sem við sáum. Síðasta kvöldið okkar í Salvador kom skuggi yfir borðið okkar þar sem við sátum og borðuðum og litum við upp. Þegar betur var að gáð reynust þetta vera 2 fiðrildi og heldur betur vorum við heppin. Þetta var stæðsta fiðrildið sem er til í Brasilíu. Það var eins og lítill fugl að stærð.
Eins og við sögðum ykkur 3.jan þá komumst við við illan leik í gegnum immigration í Sao Paulo. Þannig var að vegabréf Hönnu Bjarkar var útrunnið HAAAAAAAAAA. . .. . . hvernig getur slíkt gerst hjá reyndum ferðalöngum?
Já mikið rétt vegabréfið hennar rann út í ágúst. Ég leit á vegabréfsáritun hennar til USA sem gildir til 2008. Vá þetta var ekkert smá sjokk. Til að gera langa sögu stutta þá vorum við kyrrsett á vellinum í 7 tíma og þeir vildu ekki leyfa okkur að hringja í sendiráðið til að byrja með og vildu bara senda okkur til baka með vélinni um kvöldið.
Stelpurnar okkar eru alveg ótrúlegar, þær bara sátu og fylgdust með og voru svo að leika sér inn á milli og kvörtuðu ekkert fyrr en alveg í lokin.
Við fengum loksins að hringja og . . . já ég ætlaði að gera langa sögu stutta þá komu 2 menn sem vinna fyrir íslenska sendiráðið þar í borg og beiluðu okkur út og Hanna Björk fékk framlengingu á passanum til 30. jan.
Þetta tók verulega á. En já háspennan eins og segir í fyrirsögninni. Við vorum pínu stressuð í London að við þyrfum að standa í stappi þar til að komast inn í landið en þeir bara renndu pössunum öllum í gegn og tóku ekki eftir neinu.
Í London var kalt en fallegt. Mikið gengið, keypt hrein föt og farið í bíó og síðast en ekki síst þá fórum við á besta veitingastaðinn í bænum. Það er tailenskur staður sem heitir Busaba og er á Wardour street í London, lárið hann ekki fram hjá ykkur fara. Við erum með adressuna ef ykkur vantar hana.
Við vorum ekki komin með næturgistingu en vorum ekki að hafa neinar áhyggjur af því. Náðum í farangurinn okkar á Victoria station og fundum hotel information á stöðinni og þar bókuðum við okkur á hótel úti á Gatwick. Við vorum þreytt þegar við lögðumst til svefns þetta kvöld og ekki fyrr en rétt eftir miðnætti.
Við flugum svo með British Airways kl. 09 morguninn eftir og renndum í Fagragarð rétt rúmlega 13.30 í dag. Við erum sem sagt komin heim.
Ég á samt eftir að skrifa lokaorð og ætla að skella inn fleiri myndum sem hefur verið erfitt á flestum kaffihúsum því vélarnar voru svo seinvirkar að tíminn var búinn þegar myndin var enn að hlaðast inn.
Good night, beautipark fjölskyldan
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.1.2007 | 00:07
Síðasta rútuferðin og nú bara 6 tímar
Já síðasta rútuferðin var milli Rio og Sao Paulo. Við lögðum af stað með rútu 22.20 og vorum komin til Sao Paulo rétt yfir 4 að nóttu. Við vorum búin að lofa stelpunum að kaupa skólatöskur og skó og eitthvað meira skóladót og vorum búin að sjá það fyrir að verslunarferðin stæði yfir þennan sama morgun. Okkur fannst því ótækt að kaupa gistingu fyrir 3 tíma. Við sváfum því á rútustöðinni!! Stelpurnar sváfu eins og englar allan tímann en við foreldrarnir heldur minna.
Fengum okkur svo koffein í morgunmat í formi diet coke og hresstumst við. Yndislegt veður og gaman í bænum, keyptum skólatöskur, strigaskó og skóladót. Við fengum okkur aðeins betri morgunverð á einni búllunni. Orkudrykki og samlokur og namm ávaxtadrykkirnir hér eru algjört æði.
Við komum okkur upp á rútustöð, náðum í farangurinn, tókum lestina áleiðis og svo strætó út á völl. Þegar þangað var komið settumst við stelpurnar út í góða veðrið á meðan Sigfús fór með hótelbíl á hótelið okkar frá 1 nóttinni og náði í vetrarfötin okkar. Úlpur, húfur, vettlinga og hlífðarbuxur sem kom sér vel í kuldanum í London.
Vélin var aðeins á eftir áætlun. Skyndilega spurði Birta Rut hvort að það væri verið að þvo flugvélina!!! Hmmmm það var eins og sprautað væri á hana með slöngu og vélin hristis til. Neee okkur fannst það heldur skrítið og það var líka langsótt að verið væri að afísa vél á þessum slóðum. Okkur datt ekki í hug að þetta gæti virkilega verið rigning. En viti menn skyndilega öllum að óvörum skall á slagveður, hellidemba, rok og þrumur. Við höfum áreiðanlega setið úti í vél í 45 mín. því hún mátti ekki taka á loft.
Við kvöddum Brasilíu þakklát eftir góðar vikur.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2007 | 23:53
áfram skal haldið
Við fórum frá Salvador við sólarupprás síðasta mánudagsmorgun og flugum til Rio de Janeiro eða Híó eins og þeir bera það fram. Ferðin gekk vel og stelpurnar sváfu allan tímann. Þegar við lentum í Rio var skýjað og rigningarlegt en yndislegur hiti og mikill raki. Við fundum strætó og fórum á rútustöðina, læstum farangurinn okkar inni og þá vorum við til í slaginn. Við erum mjög hlynnt almennings samgöngum og tókum því strætó niður í bæ og fundum alveg geggjaðan stað til að borða á. Namm þar var eitthvað fyrir alla. Ávextir í tonnatali bæði niðurbrytjaðir og til að setja út í safa, orkuduftin í dunkum sem var hægt að fá blandað út í nýpressaða safana, samlokur og svo kílóa bar. Já við höfum aldrei sagt ykkur frá því.
Hér í Brasilíu eru út um allt staðir sem eru með hlaðborð sem er svo sem ekki í frásögur færandi en þú setur á diskinn það sem þig langar í svo er hann vigtaður í lokinn og þú borgar fyrir grömmin sem þú borðar. Alveg frábært fyrirkomulag.
Eftir matinn tókum við svo strætó og stefndum að Corcovado eða upp að Jesú styttunni. Þegar þangað kom var farið að þykkna upp og enn var rigningarlegt. Eftir nokkrar vangaveltur ákváðum við að fara samt upp og það var alveg meiriháttar. Við fengum ekki kortaútsýni því miður en styttuna sáum við aðeins í móðu ´þó en Hanna Björk sagði að núna vissum við hvernig Guð liti út! Hvorki meira né minna. Skyndilega var eins og hellt væri úr fötu og máttum við fótum okkar fjör launa til að komast í skjól. Þegar við nenntum ekki að bíða lengur hlupum við í áföngum að leigubílnum okkar aftur og Sigfús ber að ofan til að halda bolnum sínum þurrum.
Við fundum okkur gistingu sem við vorum sátt við og sváfum vel þessa nótt. Seinni daginn okkar notuðum við vel. Röltum í bænum, fórum í strætóferð og auðvitað á Copacabana ströndina. Já Copacabana. Það er nú ekki skrítið að hún sé vinsæl. Hún er með hvítum fíngerðum sandi og örugglega 500 m. á breidd. Blakvellir út um allt og mjög aðgrunn, öldur aðeins fyrir utan svo allir geta notið sín vel.
Við vorum heilluð af Rio og vildum að við hefðum haft fleiri daga þarna en völdum Salvador fram yfir því það rigndi í Rio í janúar sem aldrei fyrr. Þeir voru eiginlega ekki búnir að sjá til sólar allan mánuðinn sem annars á að vera sól og 35 stiga hiti. Við vorum heppin, 30 gr. og skýjað.
Vonandi fáum við tækifæri síðar til að skoða Rio betur!
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.1.2007 | 14:04
framhald fra Salvador
. . . . vid hofum ekki skrifad mikid sidustu daga, en nu skal baett ur tvi. Vid heldum fra Curitiba sidasta manudag med rutu til Sao Paulo. Ferdin tok 6 tima og var alveg hreint guddomlegt utsyni. Fegurd fjalla, frumskogur og tren blomstrudu gulum, fjolublauum, appelsinugulum og hvitum blomum og vid erum at tala um storu tren.
Vid stoppudum i nokkra tima i Sao Paulo. Spurdumst fyrir i upplysingum a rutustodinni. Eins og fram hefur komid tala ekki margir spaensku her og nanast enginn ensku. Eg nota spaenskuna mina eins og haegt er og i upplysingunum na taer i mida til at svara mer. Taer eru med stodlud svor a ensku og fleiri tungumalum. Vid tokum metro i halftima og tadan yfirfulla rutu ut a flugvoll. Tad var ung og glaesileg kona sem kunni ensku og langadi til at aefa sig og var lika at fara ut a flugvoll, tannig at tetta var ekki mikid mal fyrir utan at straetoinnn var at springa og tad var mjog heitt. Tessi unga kona var nykomin heim fra Tailandi tar sem hun var dansari i eit ar. Ekki at undra to hun hafi haft flottan kropp!!!! Annnars er folkid her upp til hopa mjog fritt og va kropparni en tetta var uturdur.
Flugvollurinn var annar kapituli. Teir sem eru hraeddir um folkid i Reykjavik, ahaettu vid at hafa flugvelar svo naerri byggd aettu nu bara at taka innanlandsvel i Sao Paulo. Tegar vid satum i velinni og hun var at taka a loft gatum vid nanast horft a sjonvarpid hja nagronnunum. Tad minnti okkur a auglysinguna um afnotagjoldin sem sjonvarpíd var med.
Vid lentum um midnaetti her i Salvador og va tad var heitt enda erum vid ekki langt fra midbaug. Eftir sma strogl fundum vid okkur naeturgistingu sem var dyr en mjog leleg. Vid sofnudum seint en voknudum stuttu sidar tvi her kemur solin a loft kl. rumlega 5. Nu ta var farid a netid og i simann og vid fundum eitt sem vid akvadum at lata vada a.
Vid tokum leigubil og viti menn hotelid uppfyllti allar okkar vaentingar. Vid strond, aedislegt utsyni, herbergi yfir hafid og strondina. Gluggarnir na langt nidur svo tad er haegt at horfa ut ur ruminu. Sundlaug og barnalaug og tad er nu algjort aedi her. Tad er tad hlytt. Medalhitinn er 27 gr. yfir arid og sjorinn er mjog hlyr. Vid hofum ekki verid a stad tar sem allir eru endalaust i sjonum, madur tarf ekki upp ur til at hlyja ser. Sundlaugin er eins og setupottarnir heima a Islandi, ekki of heit en madur getur lika verid tar endalaust.
Her eru flestir litadir eda svartir. Stemningin her og folkid er meira eins og Brasilia er i hugum flestra. Sudrid er meira eins og sudur evropa. Salvador er elsta borg Brasiliu og var framan af hofudborg teirra. Her var mesti innflutningur a traelum a sinum tima.
Tegar vid forum a strondina ta erum vid med augun limd a stelpunum tvi taer tynast i hopnum, vid erum ekki von tvi. Krokkunum a strondinni finnst merkilegt at vid seum fjolskylda i tveimur litum.
Avextirnir eru geggjad godir. Namm.
Kvedjur til ykkar allra.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
19.1.2007 | 19:15
Geggjada Salvador
Elsku fjolskylda og vinir.
Vid erum i Paradis. Her er mikill raki og alltaf sol og 30 stiga hiti. Sjorinn er um 24 gradur og vid erum a flottu hoteli og lidur vel. Erum a leid i bainn, skrifa meira fljott.
Kv. vid oll
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.1.2007 | 10:49
Kaeru vinir
Af okkur er gott at fretta.
Vid hofum att roleg og hlyja daga her i Curitiba, falleg borg og mikil velmegun her. Her byr rikasta folkid, meáltekjur eru haedstar her. Her eru brekkur og minnir orlitid a S.Fransisco. Tad er svo mikil blondun ã folki her at vid erum ekki tekin sem utlendingar, folk spyr okkur til vegar. Ef hef getad notad tyskuna mina til jafns a vid spaenskuna tvi tad var svo mikid at tjodverjum sem fluttu hingad a sinum tima. Tad er to adeins i sudur brasiliu.
Vid erum a leid i 6 tima rutuferd til Sao `Paulo og aetlum svo at fljuga adeins nordar eda til Salvador do bahia i kvold og vera tar naestu viku i strandar og menningarfiling. Salvador a elstu byggingarnar i BR, vonandi verdur bara ekki of heitt svo vid getum skodad eitthvad tvi ef hitinnn er of mikill ta er madur bara undir vatni. Vid hofum adeins kikt a frettir at heiman og mer synist ykkur nu ekkert veita af sma hita tessa stundina.
22.jan fyrir solaruppras fljugum vid svo til Rio. .. . spennandi.
Astarkvedjur fra okkur ollum
Sigfus, Laufey, Birta Rut og Hanna Bjork
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.1.2007 | 11:25
Byflugur og brjalardur bilstjori
I gaer var sorglegt ad kvedja marsiu og mauro og alex og arthur og dehu en nuna er eg og hanna bjork bunar ad lagast
og degar eg kem heim da kem eg med nammi meiria segja braseliskt namm. Mer fannst leidinlegt ad vera ekki i skolanum degar eg gat ekki kvatt brynjar
kveda og love fra Birtu Rut.
Mer fannst sorglegt ad kvedja dehueg gaf henni vinber
fullt
vid turftum ad bida eftir ad fa ad fara i tolfuna
heim hja Alex tvi at hann var svo lengi i tolvunni. Hann var alltaf at reyna at vinna pumpinleikinn.
og hann vann allan leikinn.
Um daginn keyptum vid nammi og svo geymdum vid pokann i sma stund og ta komu byflugur i pokann og tega eg kikti i pokann og vid vorum svo hraeddar og pabbi turfti at hraeda taer ur pokanum
.
Kvedja Hanna Bjork
Kaera fjolskylda og vinir.
Vid kvoddu vini okkar i Santo Angelo rett fyrir kvoldmat i gaerkvoldi og logdum at stad til Curitiba. Vid attum yndislega daga tar med godum vinum sem var erfitt at kvedja. Tegar fjarlaegdirnar eru svona miklar ta veit madur ekki hvort eda hvenaer vid hittumst aftur. Vid forum a sveitabae, soludum okkur i sundlaug vina teirra, forum i heimbod, hittum fullt af hundum, upplifdum svaka trumuvedur og forum i sturtu uti i rigningunni. Heitasti dagurinn tar var 38 gr. i skugga og 45 i solinni, tad var svakalega heitt. Mollan a undan trumuvedrinu var mikil og tegar vid vorum at fara at sofa tad kvold ta var allt ut i flugum i herberginu okkar. Tad reyndust vera maurar med vaengi, teir fa vaengi og koma ut ur veggjunum i tessum raka.
Tad var ein litil heimilisedla sem skreid um veggina a kvoldin, hun var alltaf svo fljot at vid gatum aldrei tekid mynd af henni og svo hvart]f hun inn a milli i veggina.
Vid eyddum dagodum tima i gaer at skipuleggja framhaldid. Planid er komid. Vid logdum sem sagt af stad i gaerkvoldi og framundan voru 18 timar i rutu sem var svo sem betur fer misskilningur og tad voru bara 12 timar. Vid komum til Curitiba kl. 7 i morgun eftir dagoda nott a baen hja modurinni. Tad var skipt um bilstjor eftir 4 tima og sa seinni ok mjog glannalega, rutan sveigdist til i beygjunum og toskurnar runnu til undir saetunum. Tad var toka hluta af timanum og hann aetladi at taka fram ur, ekki leist mer a tad, hann snarhemladi svo og haegdi a ser, for aftur inn a retta akgrein og orstuttu sidar kom flutningabill framhja okkur. Sigfus og stelpurnar svafu bara sem betur fer. Verdum her i 2 daga.
More later.
Love laufey, Sigfus og co
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.1.2007 | 16:26
til Evu Mariu og allra hinna





Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.1.2007 | 16:07
til allra fra Birtu Rut
eg er bra dum ad komaeftir segstan daga
og eg flig soltid lant
idag er sidasdi dagurin minn
og stu ndum ilvar hundurindera
og eg for lika i rigustu kirku i heimi eda eg vet ekki
eg hef farid i flugvel med 2 haedum
.
Love Birta Rut
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.1.2007 | 15:35
meira fra Honnu Bjork





Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)